top of page
Spurt og Svarað
-
Hvernig óska ég eftir iðnaðarmanni?Smelltu á „Finna iðnaðarmann" efst á síðunni og veldu þann iðnaðarmann sem þig vantar. Þar fyllir þú út beiðni sem að við sendum síðan á iðnaðarmenn sem eru skráðir hjá okkur. Í síma: Í tölvu:
-
Er tekið gjald fyrir að óska eftir iðnaðarmanni í gegnum Iðnaðarmenn Íslands?Þú hefur tvo valmöguleika. Að senda fría beiðni. Færri iðnaðarmenn munu fá tilkynningu um þína beiðni. Að greiða 3.500 kr. Beiðnin verður send á mun fleiri iðnaðarmenn sem eykur líkurnar þínar á að einhver hafi samband.
-
Hvað eru margir iðnaðarmenn á skrá?Um 500 iðnaðarmenn með réttindi eru á skrá hjá okkur. Meðal þeirra eru píparar, rafvirkjar, smiðir, málarar, múrarar o.fl.
-
Hvað þýðir það að vera í áskrift hjá Iðnaðarmenn Íslands (eingöngu fyrir iðnaðarmenn)Sem iðnaðarmaður getur þú skráð þig frítt eða verið í áskrift sem kostar 5.580 kr á mánuði. Með því að vera skráður í áskrift eru fleiri verkbeiðnir sendar á þig.
-
Ég er iðnaðarmaður. Hvernig skrái ég mig?Þú getur skráð þig á heimasíðunni með því að smella á „Nýskráning iðnaðarmanns“. Þú getur einnig sent tölvupóst á netfangið idnadarmenn@idnadarmennislands.is og við getum aðstoðað þig við skráningu. Ekki gleyma að senda mynd af réttindum þínum til staðfestingar. Í síma: Í tölvu:
bottom of page